Uncategorized

Riga yfirlýsingin.

By November 12, 2014 No Comments

Miðvikudaginn 8. október fór Evrópusamráðsfundur intersex samtaka fram í Ríga. Saman komu evrópsk intersex samtök sem vinna að því að bæta mannréttindi intersex einstaklinga, þessi samtök starfa undir regnhlíf OII-Europe (Organisation Intersex International-Europe) og með utanumhaldi ILGA Europe (International Lesbian, Gay, Bisexual, Trans and intersex alliance. Markmið fundarins var að skilgreina markmið og aðferðir til að berjast fyrir fullum mannréttindum, líkamlegri friðhelgi og sjálfsákvörðunarrétti intersex einstaklinga í Evrópu á grundvelli Möltuyfirlýsingarinnar sem var sett fram á 3ja Alþjóðlega Intersex samráðsfundinum árið 2013.

Markmiðin fjögur eru eftirfarandi:

1.Að setja spurningarmerki við þá skilgreiningu að kyn sé eingöngu karl og kvenkyn og efla þá vitneskju að kyn eins og kyngervi sé skali eða samfella.

2.Að tryggja að intersex einstaklingar hljóti fulla vernd gegn nokkurs konar mismunun. Til að fylgja þessu markmiði eftir leggjum við til að tekin verði upp löggjöf gegn mismunun á grundvelli kyneinkenna, án tillits til ákveðinnar birtingarmyndar eða samsetningar af þessum einkennum. Kyneinkenni ná yfir litninga, kynkirtla og líffærafræðileg sérkenni manneskju. Kyneinkenni svo sem æxlunarfæri, uppbyggingu kynfæra, litninga og hormónastarfsemi, og auka kyneinkenni svo sem, en ekki einvörðungu, vöðvauppbyggingar, dreifingu hárs, brjóstavaxtar og/eða hæðar.

3. Að tryggja að allir hagsmunaðilar sem hafa ákveðnu hlutverki að gæta í velferð intersex einstaklinga, þar með talið, starfsfólk heilbrigðisgeirans, foreldrar og fagfólk innan menntakerfisins ásamt samfélaginu í heild, fái mannréttindamiðaða fræðslu um intersex málefni.

4. Að vinna að því að gera læknisfræðilega og sálfræðilega meðferð ólögmæta nema að upplýst samþykki einstaklingins liggi fyrir. Starfsfólk heilbrigðisgeirans og annað fagfólk skal ekki framkvæma neina meðferð til að breyta kyneinkennum sem getur beðið þar til einstaklingurinn er fær um að veita upplýst samþykki.

 

Í ljósi þessara markmiða biðlar samráðsfundur evrópskra intersex samtaka til Evrópu Sambandsins og Evrópuráðsins ásamt ríkisstjórna um að taka tillit til intersex málefna við vinnu sína og bjóða upp á fulla lagalega vernd fyrir intersex einstaklinga.

Bakrgrunnsupplýsingar:

Fram að þessu hafa intersex einstaklingar um um gervalla Evrópu, sætt ómannúðlegum og niðurlægjandi skurðlækningum, hormónameðferðum og öðrum meðferðum án upplýsts samþykkis. Þetta er framkvæmt af geðþótta ákvörðunum lækna án nokkurs konar lagaramma. Þessar breytingar á kyneinkennum einstaklinga virða að vettugi þá staðreynd að kyn er skali eða samfella. Leiðir þetta af sér gróf mannréttindabrot, tekur sjálfræði af einstaklingum til yfirráða yfir eigin líkama og vegur að mannlegri reisn.

OII Europe (Organisation Intersex International Europe) eru regnhlífa samtök Evrópskra intersex samtaka sem vinna að mannréttindabótum, þau voru stofnuð á Alþjóðlega mannréttindadeginum þann 10. desember á öðrum alþjóðlega samráðsfundi Intersex samtaka í Stokkhólmi árið 2012.

OII Europe er sjálfstætt starfandi samstarfsaðili Organisation Internationale des Intersexués (OII) sem er alþjóðlegt net intersex samtaka sem starfa á öllum svæðum heims frá árinu 2003.

 

Félög er komu að þessari yfirlýsingu:

Intersex Iceland

NNID of the Netherlands

OII Austria / VIMÖ

OII Belgium / Genres Pluriels

OII Bulgaria

OII Francophonie

OII Germany / IVIM

OII Scandinavia / Intersex Scandinavia

TransInterQueer e.V.