Þessi grein fjallar um almennan mun á málefnum trans og intersex einstaklinga á Íslandi. Hún er þýðing og staðfæring hliðstæðrar greinar sem fjallar um reynslu trans og intersex einstaklinga í Ástralíu.
Ólíkt trans og kynsegin fólki er intersex fólk ekki hluti af trans-regnhlífinni. Intersex vísar ekki til fjölbreytileika í kynvitund, því það að vera intersex snýst ekki um kynvitund eða kynleiðréttingu. Intersex er hugtak yfir meðfæddan breytileika á líffræðilegum kyneinkennum.
Intersex, trans, og aðlöðun að eigin kyni eru aðskild hugtök og málefni. Intesex fólk stendur frammi fyrir sérstökum áskorunum þegar kemur að heilbrigðis- og mannréttindamálum.Þær læknisfræðilegu aðferðir sem beitt er í meðferð einstaklinga með intersex breytileika þýða að intersex hreyfingin á margt sameiginlegt með réttindabaráttu fatlaðra. Intersex samfélagið og intersex samtök verða að einblína á málefni intersex einstaklinga.
Við gerum okkur grein fyrir því að sumir einstaklingar með intersex breytileika fá kynskráningu sinni breytt og að sumir þeirra skilgreina sig sem trans. Þetta er engu merkilegra en þegar intersex eða trans einstaklingar eru samkynhneigðir. Margir intersex einstaklingar sem fara í kynleiðréttingu ganga í gegnum sérstaka erfiðleika sem orsakast af því að framkvæmdar höfðu verið aðgerðir á þeim til að laga líkamlegt útlit þeirra að röngu úthlutuðu kyni. Af þessum sökum eiga mörg atriðanna í hægri dálkinum við.