https://www.youtube.com/watch?v=4BfKFCOCJe8

Hvað er

intersex?

Hvað er intersex?

„Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl og kvenkyn.

Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns.

Margar formgerðir of intersex eru til. Um er að ræða skala eða regnhlífarhugtak frekar en einn eiginlegan flokk. Sumar algengar intersex-formgerðir eru greindar á meðgöngu.

Intersex breytileiki getur verið sjáanlegur við fæðingu. Sumir intersex eiginleikar koma í ljós við kynþroska, þegar reynt er að geta barn, eða fyrir einskæra tilviljun.

Hversu algengt er intersex?

Lægsta algenga tölfræði í notkun er um 1 af hverjum 2000 fæðingum (0.05%) en mun líklegri tala væri nær 1.7%. Það þýðir að vera intersex er álíka algengt á heimsvísu og það að vera rauðhærður.

Er intersex það sama og tvíkynjungur (e. hermaphrodite)?

Líffræðilega séð, nei. Tvíkynjungar, eins og t.d. sniglar, búa yfir bæði karlkyns og kvenkyns kynfærum sem eru fullvirk. Þetta er ómögulegt í spendýrum. Það orð sem notað er á mörgum tungumálum yfir tvíkynjunga, „hermaphrodite“, á uppruna sinn í grísku goðsögninni um Hermaphroditus sem var bæði karlkyns og kvenkyns.

Sumar intersex greiningar hafa verið kallaðar gervi tvíkynjungar (e. pseudo-hermaphrodites) eða sannir tvíkynjungar (e. true hermaphrodites). Þrátt fyrir að sumir intersex einstaklingar noti hugtakið, þá finnst öðrum það ala á skömm og fordómum (e. stigmatising) vegna læknisfræðilegrar sögu orðsins. Ef þú ert í vafa þá er best að eingöngu intersex einstaklingar noti hugtakið.

Glíma intersex einstaklingar við heilsufarsvandamál?

Intersex einstaklingar, eins og allt annað fólk, geta glímt við heilsufarsvandamál. Í tilfellum einstakra greininga getur verið þörf á læknisaðstoð frá fæðingu en intersex breytileiki einn og sér er ekki heilsufarsvandamál. Náttúrulegir intersex líkamar eru oftast heilbrigðir. Intersex einstaklingar þurfa oft hormónagjöf, en sú þörf getur stafað af fyrri inngripum lækna.

Afhverju sæta intersex einstaklingar lækninngripum?

Læknainngrip miða alla jafna að því að láta intersex líkama aðlagast okkar hefðbundnu hugmyndum um karl- og kvenlíkama. Núverandi inngrip lækna byggjast á þeim hugmyndum að snemmbærar aðgerðir á kynfærum ungra barna komi til með að „draga úr áhyggjum foreldra“ og „draga úr fordómum og tryggja samsömun við rétt kyn“.

Skurðaðgerðirnar leggja í eðli sínu meira áherslu á útlit en ekki næmni og kynheilbrigði. Lýtaðgerðir á kynfærum barna eru einnig vafasamar þar sem börn geta ekki veitt upplýst samþykki. Unglingar og jafnvel fullorðnir hafa einnig sagt frá þrýstingi sem þeir hafa orðið fyrir af hendi lækna og fjölskyldumeðlima til að falla að félagslegum normum.

Sumir læknar eru ennþá þeirrar skoðunnar að það sé of skelfilegur hlutur að upplýsa einstakling um að líkami þeirra búi yfir intersex breytileika. Mjög margir intersex einstaklingar líða fyrir þá líkamlegu og sálfræðilegu afleiðingar sem slíkar aðgerðir geta haft í för með sér ásamt því að finna fyrir skömm og afleiðingum leyndarinnar. Í grunninn þá eru það hómófóbía, þröngsýni og gömul hjátrú sem renna stoðum undir ranga meðhöndlun á intersex einstaklingum í dag.

Hvað er DSD? Er DSD það sama og intersex?

Árið 2006 skipti læknasamfélagið út hugtakinu „intersex“ fyrir „disorders of sex development“ eða DSD. Hugtakið DSD eflir þá skoðun að intersex breytileiki sé á einhvern hátt sjúkdómur eða kvilli sem þurfi að lækna. Í dag nota sumir hugtakið, þá sérstaklega þeim sem var kennt að nota það af foreldrum eða læknum síðan hugtakið leit dagsins ljós. Intersex einstaklingum er frjálst að nota hvaða hugtak sem þeir vilja en hugtakið intersex er viðteknara og útbreiddara í dag.

Við erum þeirrar skoðunar að fordómafullt tungutak leiði til verri andlegrar heilsu, jaðarsetningar og útilokunar frá mannréttindum og félagslegum stofnunum. Hugtakið intersex stuðlar að jöfnuði og mannréttindum fyrir fólk fætt með óhefðbundin kyneinkenni.

Hver er kynvitund intersex einstaklinga?

Intersex lýsir ákveðinni lifaðri reynslu með líkama sem býr yfir breytileika. Intersex einstaklingar geta hins vegar haft hvaða kynvitund sem er, alveg eins og allir aðrir. Hjá sumum intersex einstaklingum virðist kynvitund ekki vera í samræmi við útlitslega þætti. Að upplifa kynvitund sína utan tvíhyggjunnar gerir manneskju ekki intersex.

Eru intersex einstaklingar trans eða utan kynjatvíhyggjunnar?

Minnihluti intersex einstaklinga samsamar sig einnig með hugtakinu „trans“ eða öðrum hugtökum sem liggja utan kynjatvíhyggjunnar. Flestar intersex manneskjur samasama sig því kyni sem þær voru aldar upp í, en sumar munu ekki að fullu samasama sig með því kyni sem þeim var úthlutað. Þetta getur verið hluti af intersex reynslu og gerir einstaklinga ekki endilega trans.

Intersex líkamar geta búið yfir fjölbreyttri flóru kyneinkenna. Margir intersex einstaklingar hafa reynslu af læknainngripum til þess að ýta undir hefðbundin kyneinkenni eða eru í áhættuhópi fyrir slíkum inngripum. Þetta þýðir að hugtök eins og „cis“ eða „cisgender“ eru vandkvæðum bundin ef þau eru notuð um intersex einstaklinga.

Eru intersex einstaklingar samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, pankynhneigðir?

Það fer eftir einstaklingnum, hvernig hann skilgreina kynvitund sína, hvernig hann kemur fram (e. present) og með hverjum hann stofnar til sambanda. Sumir intersex einstaklingar eru LGB en aðrir eru gagnkynhneigðir.

Intersex fólk heyrir undir regnhlífina LGBTI vegna intersex stöðu sinnar og deildrar reynslu af hómófóbíu, ekki vegna kynhneigðar eða kynvitundar.

Hver eru markmið intersex aktivista?

Að auka vitund um intersex og sækjast eftir jafnri þjóðfélagsstöðu. Við sækjumst eftir réttinum til sjálfræðis yfir eigin líkama og viljum geta lifað lífinu án allrar mismununar og laust við skömm og leynd.

Hvernig getur þú stutt intersex hreyfinguna:

Hafðu í huga hvað þú getur gert til að styðja við intersex málefni í heilbrigðis- og mannréttindamálum.

Þegar intersex ber upp í samfélagsumræðunni, leyfðu þá intersex einstaklingum og samtökum að stýra umræðunni.

Sumar rannsóknir leggja fram ástæður á borð við kynáttunarvanda og það að einstaklingar hagi sér ekki á gagnkynhneigðan máta sem ástæður fyrir læknainngripum. Skurðaðgerðir án upplýsts samþykkis eru LGBTI málefni þar sem þær er gott dæmi um viðbrögð samfélagsins við fólki sem er sannanlega fætt utan gagnkynhneigða, tvíhyggna regluverksins (e. born this way). Styðjið ákall okkar um að staðlandi (e. normalizing) skurðaðgerðir verði lagðar af.

Reynið að innleiða intersex málefni í menntamálum, þjónustuaðgengi,ráðningar og eineltis forvarnar stefnum ásamt öllum stefnum er miða að draga úr áreitni og mismunun.

Fylgdu eftir og deildu intersex síðum á félagsmiðlum.

Grein þessi er þýdd og birt með leyfi OII Australia.
Upphaflegu greinina má finna hér